Materiali e discussioni per l'analisi dei testi classici
Materiali e discussioni per l'analisi dei testi classici, oft nefnt Materiali e discussioni eða MD er ítalskt fornfræðitímarit helgað klassískri textafræði, sem var stofnað árið 1978. Materiali e discussioni er ritrýnt tímarit
Tímaritið er meðal annars vettvangur skoðanaskipta um aðferðafræði og fræðilegar nálganir í rannsóknum á klassískum bókmenntum.
Ítalski fornfræðingurinn Gian Biagio Conte stofnaði Materiali e discussioni í Pisa árið 1978 ásamt nokkrum samstarfsfélögum en Conte var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins. Í ritstjórnarnefnd eru fræðimenn frá ýmsum löndum, meðal annarra Alessandro Barchiesi, Maurizio Bettini, Maria Grazia Bonnanno, Mario Citroni, Marco Fantuzzi, R. Elaine Fantham, Rolando Ferri, Philip Hardie, Richard L. Hunter, Mario Labate, Glenn W. Most, Michael D. Reeve, Gianpiero Rosati, Luigi Enrico Rossi og Richard J. Tarrant.
Materiali e discussioni kemur út tvisar á árið hjá forlaginu Fabrizio Serra í Pisa (ISSN 0392-6338). Frá og með 49da tölublaði árið 2002 er það einnig aðgengilegt í rafrænu formi (ISSN elettronico 1724-1693). Árið 2009 kom út bindi sem innihélt atriðisorðaskrá fyrir tölublöð 1-60 (1978-2008).
Í tengslum við tímaritið er gefin út bókaröðin Biblioteca di ‘Materiali e discussioni per l'analisi dei testi classici’ sem Maurizio Bettini og Gian Biagio Conte ritstýra. Í bókaröðinni eru gefin út fræðirit um klassíska textafræði, sem er ætlað að efla gagnrýna nálgun í rannsóknum á klassískum bókmenntum. Á þriðja tug titla hafa komið út.