Matarofnæmi
Matarofnæmi er ónæmissvörun við tilteknum tegundum prótína sem finnast í mat. Matarofnæmi lýsir sér sem fæðuóþol (t.d. mjólkuróþol), lyfjafræðileg viðbrögð (t.d. koffíneitrun) og eitrunarviðbrögð (t.d. matareitrunarviðbrögð vegna örvera).
Algengustu matarofnæmi hjá fullorðnum eru skelfisksofnæmi, jarðhnetuofnæmi, hnetuofnæmi, fiskofnæmi og eggjaofnæmi. Algengustu ofnæmisvaldar hjá börnum eru mjólk, egg, jarðhnetur og hnetur.