Matarfræði
Matarfræði eða matreiðslufræði fæst við rannsóknir á sambandi menningar og matar. Rannsóknir á matarlist og matargagnrýni eru hluti matarfræði sem felst í því að smakka, prófa, rannsaka, skilja og skrifa um mat.
Fyrsta formlega matarfræðiritið er líklega La Physiologie du Goût („Eðli bragðsins“) eftir franska lífsnautnamanninn Jean Anthelme Brillat-Savarin frá 1825. Ólíkt hefðbundum matreiðslubókum fjallar hún um samband skilningarvitanna og matar.