Massatala (A) er samanlagður fjöldi róteinda og nifteinda í frumeindakjarna. Massatala er einstök fyrir hverja samsætu frumefnis og er skrifuð á efti nafni frumefnisins eða sem hávísir vinstra meginn við efnatákn þess. Til dæmis, kolefni-12 (12C) hefur 6 róteindir og 6 nifteindir í kjarnanum. Fullt samsætutákn myndi einnig hafa sætistöluna (Z) sem lágvísi beint undir massatölunni: . Athygli má samt vekja á að þetta er óþarft, því að það er beint samband á milli sætistölu og efnatákns, þannig að þetta er sjaldan notað, nema þegar þarf að sýna fjölda róteinda í kjarna, til dæmis í kjarnahvörfum.