Martin Ingi Sigurðsson

Martin Ingi Sigurðsson (f. 4. maí 1982) er íslenskur læknir.

Ferill

breyta

Martin Ingi gekk í Álftamýrarskóla og er dúx frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2002 með hæstu einkunn eða 9,34 [1]. Martin lagði svo stund á læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk kandidatsprófi árið 2009. Hann lauk kandidatsári á Landspítala 2010 og er í starfi á lyflækningasviði LSH. Martin Ingi hóf doktorsnám við HÍ samhliða læknanámi og verður doktorsvörn í júní 2011. Titill doktorsverkefnisins er Lífupplýsingafræðileg og sameindalíffræðileg greining á eiginleikum DNA metýlunar í erfðamengi mannsins. Hluti verkefnisins var unninn við Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars fengið styrki úr Vísindasjóði LSH og Háskólasjóði HÍ.[2]

Martin hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2007, fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins [3].

Martin vann einnig til verðlauna á alþjóðlegu vísindaþingi hjarta- og brjóstholsskurðlækna, Scandinavian Research in Cardiothoracic Surgery (SSRCTS) í Geilo í Noregi 4.-6. febrúar 2011). Martin Ingi hreppti önnur verðlaun í keppni um besta vísindaerindið á þinginu. Verkefni Martins Inga snýst um bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerðir og hefur hann unnið að þessum rannsóknum ásamt Sólveigu Helgadóttur kandidat undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors [4].

Martin var valin ungur vísindamaður Landspítala 2011[5].

Tilvísanir

breyta