Martie Maguire

(Endurbeint frá Martie Erwin)

Martie Maguire (fædd Martha Elenor Erwin 12. október 1969) er bandarísk tónlistarkona. Hún er meðlimur og einn stofnenda hljómsveitarinnar The Chicks (áður Dixie Chicks). Hún hefur unnið landskeppnir í fiðluleik ung að aldri. Hún er systir Emily Robison.

Martie Maguire
Martie Maguire árið 2010
Fædd
Martha Elenor Erwin

12. október 1969 (52 ára)
York, Pennsylvanía, Bandaríkin

Árið 1987 lenti Maguire í öðru sæti og tveimur árum síðar í þriðja sæti í landskeppninni í fiðluleik sem haldin var á Walnut Valley Festival í Winfield í Kansas.[1]

Heimildir

breyta
  1. „Walnut Valley Association 1987 and 1989 National fiddle championships in archive“. Sótt 2. mars 2008.