Martha Imalwa

Ríkissaksóknari Namibíu

Olivia Martha Imalwa (f. Ekandjo) er ríkissaksóknari Namibíu frá árinu 2004.[1][2]

Martha Imalwa
Ríkissaksóknari Namibíu
Núverandi
Tók við embætti
Janúar 2004
Persónulegar upplýsingar
ÞjóðerniNamibísk
StjórnmálaflokkurSWAPO
HáskóliWarwick-háskóli
StarfLögfræðingur

Imalwa fór í útlegð til Angóla árið 1982 og nam og útskrifaðist með sæmd frá menntastofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir Namibíu árið 1985 í Sambíu. Hún útskrifaðist með LLB-gráðu frá Warwick-háskóla í Bretlandi árið 1988 og sneri heim til Namibíu úr útlegðinni árið 1989. Eftir sjálfstæði Namibíu í mars 1990 varð Imalwa meðstjórnandi lögfræðiráðgjafarstofu í Ongwediva en varð síðan héraðssaksóknari árið 1992 í Oshakati. Hún varð síðan yfirsaksóknari fyrir bæi í norðurhluta Namibíu.[3]

Martha Imalwa varð ríkislögmaður við Hæstarétt Namibíu og var síðan útnefnd vararíkissaksóknari Namibíu árið 2000. Hún var útnefnd ríkissaksóknari árið 2004 og endurútnefnd í sama embætti árið 2013 af Hifikepunye Pohamba forseta.[4][5]

Tilvísanir

breyta
  1. „News Stand | Democracy in the Mirror“ (bandarísk enska). Sótt 31. júlí 2020.
  2. „Martha Imalwa | Africa Times“. africatimes.com (bandarísk enska). Sótt 31. júlí 2020.[óvirkur tengill]
  3. „Displaying items by tag: Martha Imalwa“. www.pensions-africa.com (bresk enska). Sótt 31. júlí 2020.[óvirkur tengill]
  4. Namibian, The. „Imalwa reappointed as PG“. The Namibian (enska). Sótt 31. júlí 2020.
  5. „UNODC“ (PDF). UNODC.