Markasvarmi (Sphinx ligustri) er tegund mölflugu sem finnst um Mið-Evrópu. Markasvarmi er svokallaður vegna þess að hann og lirfurnar lifa á markarunnanum sem er algengasti gerðarunni M-Evrópu, en hann lifir einnig á dísarrunna, aski og jasmínu sem eru allt skyldar runnategundir. Markasvarminn er einnig algengur um S-Noreg.

Markasvarmi.

Framvængir eru hnotubrúnir með svörtum rákum, afturvængir og afturbolur rósrauð, vænghafið er um 10cm. Markasvarminn er talinn hraðfleygasta skordýr sem til er og er mælt að hann kemst með 60 km hraða á klukkustund.

Lirfur

breyta

Lirfa markasvarmans er 8 cm löng, græn með sérkennilegum hvítum og fjólubláum skárákum og á henni má sjá eins konar sfinx-höfuð, þar sem hún reisir það svo ógnandi upp en það hefur gefið ættinni hið latneska vísindaheiti sem hún hefur.