Manuel Castells
Manuel Castells (f. 1942) er spænskur félagsfræðingur. Hann hefur sérstaklega rannsakað upplýsingasamfélagið og samskipti.
Castells er alinn upp í Barcelona en þar tók hann þátt í stjórnmálastarfi og varð vegna þess að flýja til Frakklands. Hann tók fyrsta háskólapróf tvítugur að aldri en lauk síðan doktorsprófi í félagsfræði frá Parísarháskóla og varð kennari við þann skóla 1967 - 1979. Árið 1979 varð hann prófessor í félagsfræði og borgarskipulagi við Berkeley háskólann í Kaliforníu. Árið 2001 var hann rannsóknarprófessor við UOC í Barcelona. Árið 2003 fór hann til University of Southern California (USC) Annenberg School for Communication.
Castell þróaði áfram það afbrigði af marxískri borgarfélagsfræði sem leggur áherslu á þátt félagshreyfinga í að breyta borgum. Hann var þar undir áhrifum frá Alain Touraine. Castell gaf út mikið verk í þremur bindum og var fyrsta bindið The Rise of the Network Society (1996) en síðar komu út ritin The Power of Identity (1997) og End of Millennium (1998).