Manntalsfiskur var gjald eða skattur í fornu skattkerfi og bar aðkomumönnum í Gullbringusýslu og á Snæfellsnesi að greiða það gjald til sýslumanns. Í forna skattkerfinu voru þessi gjöld: gjaftollur, konungsskattur, lögmannstollur, manntalsfiskur og tíund en árið 1877 var sett ný skattalöggjöf og þessi gjöld numin úr gildi og í stað þeirra lagður skattur á ábúð og afnot jarða og á lausafé.

Heimild breyta