Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna

Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er alþjóðastofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem miðar að því að tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi um allan heim, en með megináherslu á þróunarríkin. Starf hans felur í sér að þróa innlendar heilbrigðisáætlanir og samskiptareglur, auka aðgengi að getnaðarvörnum og leiða herferðir gegn hjónaböndum barna, kynbundnu ofbeldi, fæðingarfistli og limlestingum á kynfærum kvenna.

Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna
Merki Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna
SkammstöfunUNIFPA
Stofnun1969; fyrir 55 árum (1969)
HöfuðstöðvarFáni Bandaríkjana New York-borg, Bandaríkjunum
FramkvæmdastjóriNatalia Kanem
MóðurfélagAllsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
Vefsíðahttps://www.unfpa.org/

Sjóðurinn hefur einkum stutt þróunarríki við stefnumótun og framkvæmd verkefna sem miða að því að útrýma fátækt, sjá til þess að þungun kvenna sé litin jákvæðum augum, fæðingar verði öruggar, ungt fólk sé laust við alnæmi og að konur og stúlkur njóti tilhlýðilegrar virðingar.[1]

Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi verðandi mæðra, nýbura og ungbarna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna, auk kynlífs- og fjölskyldufræðslu. Neyðar- og mannúðaraðstoð er einnig stór þáttur í verkefnum sjóðsins.[2]

Mannfjöldasjóðnum var komið á fót árið 1969, sama ár og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir að „foreldrar hafi einkarétt á að ákvarða með frjálsum og ábyrgum hætti hvenær og hversu mörg börn þeir ættu.“[3]


Starfssvæði sjóðsins

breyta

UNFPA styður áætlanir í meira en 150 löndum á fjórum landsvæðum: Arabaríkjum og Evrópu, Asíu og Kyrrahafi, Suður-Ameríku og Karabíska hafinu og Afríku sunnan Sahara. Um þrír fjórðu starfsmanna sjóðsins starfa á vettvangi.

Sjóðurinn er stofnaðili að svokölluðum Þróunarhópi Sameinuðu þjóðanna, sem er hópur stofnana og áætlana Sameinuðu þjóðanna sem einbeita sér að því að uppfylla Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.[4]

Sjóðurinn vinnur með ríkisstjórnum, samstarfsaðilum og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna til að takast á við mörg þessara sjálfbærnimarkmiða - einkum markmið 3 um heilbrigði; markmið 4 um menntun; og markmið 5 um jafnrétti kynjanna. Þá leggur vinnur sjóðurinn á margvíslegan hátt að öðrum sjálfbærnimarkmiðanna.

Ísland og Mannfjöldasjóðurinn

breyta

Ísland hefur stutt við starf Mannfjöldasjóðsins um árabil með kjarnaframlögum. UNFPA hefur frá árinu 2017 verið ein af áherslustofnunum í íslenskri þróunarsamvinnu.[5]

Í þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir árin 2019-2023 sem Alþingi samþykkti í maí 2019 er Mannfjöldasjóðurinn skilgreindur sem ný áherslustofnun í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu og jókst stuðningur Íslands við stofnunina töluvert. Ísland hefur stutt sjóðinn árlega sem og veitt framlög til samstarfsverkefnis sjóðsins og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna miðar að því að binda endi á limlestingar á kynfærum kvenna sem er verkefni er nær til 17 landa í vestan, austan- og norðaustanverðri Afríku.[6]

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið (2019). „Skýrsla utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál“ (PDF). Alþingi: 150. löggjafarþing 2019–2020. bls. 99. Sótt 25. mars 2021.
  2. Utanríkisráðuneytið (17. október 2019). „Ísland styður baráttuna gegn fæðingarfistli“. Utanríkisráðuneytið- 17. október 2019. Sótt 25. mars 2021.
  3. UNFPA. „About us“. UNFPA. Sótt 25. mars 2021.
  4. „Who We Are“. United Nations Sustainable Development Group. Sótt 25. mars 2021.
  5. Utanríkisráðuneytið (17. október 2019). „Ísland styður baráttuna gegn fæðingarfistli“. Utanríkisráðuneytið- 17. október 2019. Sótt 25. mars 2021.
  6. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið (2019). „Skýrsla utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál“ (PDF). Alþingi: 150. löggjafarþing 2019–2020. bls. 99. Sótt 25. mars 2021.