Mammút (hljómsveit)

Hljómsveitin Mammút var stofnuð sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK. Mammút nafnið var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn. Mammút tók þátt í Músíktilraunum 2004 og bar sigur af hólmi. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína 2006 sem var samnefnd hljómsveitinni. Hún var tekin upp af Birgi Erni Thoroddsen í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar. Hljómsveitin er þekktari fyrir nýjasta verk sitt 'Karkari' sem kom út í águst 2008. Lagið 'Svefnsýkt' fór að hljóma á útvarpsstöðinni X-ið 977 og náði toppsætinu og lögin Geimþrá og Rauðilækur og náðu toppsætinu einnig seinna um árið. Mammút hefur fylgt vel eftir Karkari og spilað víða um landið og einnig leitað utan landsteinana m.a. á tónleikahátíðir í Noregi.

Mammút, Haldern Pop Festival (2017)

Platan Komdu til mín svarta systir hlaut viðurkenningu sem plata ársins 2013 hjá Rás 2, Fréttablaðinu og Fréttatímanum

Árið 2017 kom út platan Kinder versions sem er fyrsta breiðskífa Mammúts á ensku. Platan var fjármögnuð með Karolina Fund.

HljómsveitarmeðlimirBreyta

BreiðskífurBreyta

  • 2006: Mammút
  • 2008: Karkari
  • 2013: Komdu til mín svarta systir
  • 2017: Kinder versions

SmáskífurBreyta

  • 2008: "Svefnsýkt"
  • 2011: "Bakkus"
  • 2013: "Salt"
  • 2013: "Blóðberg"
  • 2014: "Ströndin"
  • 2017: "Breathe into me"