Mammút (hljómsveit)

Íslensk hljómsveit

Hljómsveitin Mammút er íslensk hljómsveit sem stofnuð var sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK. Mammút nafnið var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn.

Mammút, Haldern Pop Festival (2017)

Mammút tók þátt í Músíktilraunum 2004 og bar sigur af hólmi. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína 2006 sem var samnefnd hljómsveitinni. Hún var tekin upp af Curver Thoroddsen í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar.

Hljómsveitin er þó þekktari fyrir aðra plötu sína sem ber nafnið Karkari, en hún kom út í águst 2008. Lagið Svefnsýkt náði toppsæti á útvarpsstöðinni X-ið 977 toppsætinu og lögin Geimþrá og Rauðilækur náðu einnig toppsæti seinna um árið. Mammút fylgdi plötunni eftir með hljómleikum víða um Ísland og einnig utan landsteinanna, m.a. á tónleikahátíðum í Noregi.

Platan Komdu til mín svarta systir hlaut viðurkenningu sem plata ársins 2013 hjá Rás 2, Fréttablaðinu og Fréttatímanum.

Árið 2017 kom út platan Kinder Versions sem er fyrsta breiðskífa Mammúts á ensku. Platan var fjármögnuð með Karolina Fund.

Hljómsveitin gaf síðan út aðra plötu á ensku árið 2020, Ride the Fire, og er hún nýjasta breiðskífa sveitarinnar.

Hljómsveitarmeðlimir

breyta
  • Valgeir Skorri Vernharðsson- Trommur
  • Alexandra Baldursdóttir - Gítar
  • Arnar Pétursson- Gítar
  • Katrína Mogensen - Söngur, hljómborð
  • Vilborg Ása Dýradóttir- Bassi

Fyrrum meðlimir

breyta
  • Andri Bjartur Jakobsson - Trommur

Breiðskífur

breyta
  • 2006: Mammút
  • 2008: Karkari
  • 2013: Komdu til mín svarta systir
  • 2017: Kinder versions
  • 2020: Ride the Fire

Smáskífur

breyta
  • 2008: "Svefnsýkt"
  • 2011: "Bakkus"
  • 2013: "Salt"
  • 2013: "Blóðberg"
  • 2014: "Ströndin"
  • 2017: "Breathe into me"