Malmö Arena

Malmö Arena er fjölnota tónleika- og íþróttahöll í Malmö í Svíþjóð. Höllin tekur allt að 13.000 gesti í sæti á íþróttaviðburðum en 15.000 á tónleika. Malmö Arena er heimavöllur sænska íshokkíliðsins Malmö Redhawks og hýsti hún einnig Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2013.

Malmö Arena.
Handbolti í M.A.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist