Mallaig
Mallaig er hafnarbær á vesturströnd Lochaber í Skosku hálöndunum. Lestarstöðin í Mallaig er endastöð Vestur-Hálandalínunnar sem lokið var við árið 1901. Íbúar eru um 800.
Bærinn var stofnaður sem fiskihöfn á 5. áratug 19. aldar. Hann stækkaði ört eftir að járnbrautin kom þangað. Á 7. áratug 20. aldar var hann ein helsta síldarhöfn Evrópu og hann er enn helsta fiskihöfnin við vesturströnd Skotlands. Ferjur sigla frá bænum til Suðureyja. Grunnskólinn í Mallaig notar gelísku sem fyrsta mál.
Mallaig er vinsæll sumardvalarstaður. Þar var opnuð fullkomin smábátahöfn með styrk frá Evrópusambandinu árið 2016.