Macintosh Business Unit

Macintosh Business Unit (óformlega þekkt sem Mac BU eða MacBU) er eining af Microsoft sem framleiðir hugbúnað fyrir Macintosh-stýrikerfi Apple. Hún var stofnuð 7. janúar 1997[1] og er nú staðsett í Microsoft's Specialized Devices and Applications Group á Entertainment and Devices Division. Mac BU er ein af stærustu framleiðendunum á Macintosh-hugbúnaði að Apple Inc. frátöldu,[2] með 180 starfsfólk um þessar mundir og metin ársvelta er 350 milljónir bandaríkjadala.[3]

Hugbúnaður breyta

Í dag framleiðir Mac BU Macintosh-útgáfur af Microsoft Office, Microsoft Messenger, og Remote Desktop Client. Annar hugbúnaður sem hannaður var (en er ekki lengur í vinnslu) af Mac BU er Internet Explorer (hætt 2003),[4] Virtual PC[5] og MSN for Mac OS X vafri (hætt 31. maí 2005).

Saga breyta

Áður en Mac BU var stofnað hafði Microsoft framleitt Macintosh-hugbúnað - í raun frá 1987 þegar Microsoft gaf út Word 1.0 fyrir Macintosh. Samt sem áður var ótti um að Microsoft myndi hætta hönnun á Macintosh-útgáfum af lykilvörum s.s. Microsoft Office. Þess vegna var Mac BU sett á laggirnar árið 1997 með fimm ára skuldbindingu af hálfu Microsoft til að framleiða og styðja við Macintosh-hugbúnað - og var samningurinn framlengdur 10. janúar 2006 á Macworld Conference & Expo.

Heimildir breyta

  1. Microsoft. „Microsoft Announces New Macintosh Product Unit“. Fréttatilkynning Microsoft. Sótt 9. febrúar 2007.
  2. „Who We Are“. Microsoft Macintosh Business Unit. Sótt 12. janúar 2007.
  3. Jon Fortt (25. mars 2008). „Microsoft looks to cash in on the iPhone“. Fortune: Big Tech Blog. Sótt 3. apríl 2008.
  4. Microsoft (október 2006). „Internet Explorer for Mac no longer available for download“. Microsoft.com. Sótt 4. mars 2007.
  5. Peter Cohen (7. ágúst 2006). „WWDC: Microsoft kills Virtual PC for Mac“. Macworld. Sótt 4. mars 2007.