Macintosh Business Unit
Macintosh Business Unit (óformlega þekkt sem Mac BU eða MacBU) er eining af Microsoft sem framleiðir hugbúnað fyrir Macintosh-stýrikerfi Apple. Hún var stofnuð 7. janúar 1997[1] og er nú staðsett í Microsoft's Specialized Devices and Applications Group á Entertainment and Devices Division. Mac BU er ein af stærustu framleiðendunum á Macintosh-hugbúnaði að Apple Inc. frátöldu,[2] með 180 starfsfólk um þessar mundir og metin ársvelta er 350 milljónir bandaríkjadala.[3]
Hugbúnaður
breytaÍ dag framleiðir Mac BU Macintosh-útgáfur af Microsoft Office, Microsoft Messenger, og Remote Desktop Client. Annar hugbúnaður sem hannaður var (en er ekki lengur í vinnslu) af Mac BU er Internet Explorer (hætt 2003),[4] Virtual PC[5] og MSN for Mac OS X vafri (hætt 31. maí 2005).
Saga
breytaÁður en Mac BU var stofnað hafði Microsoft framleitt Macintosh-hugbúnað - í raun frá 1987 þegar Microsoft gaf út Word 1.0 fyrir Macintosh. Samt sem áður var ótti um að Microsoft myndi hætta hönnun á Macintosh-útgáfum af lykilvörum s.s. Microsoft Office. Þess vegna var Mac BU sett á laggirnar árið 1997 með fimm ára skuldbindingu af hálfu Microsoft til að framleiða og styðja við Macintosh-hugbúnað - og var samningurinn framlengdur 10. janúar 2006 á Macworld Conference & Expo.
Heimildir
breyta- ↑ Microsoft. „Microsoft Announces New Macintosh Product Unit“. Fréttatilkynning Microsoft. Sótt 9. febrúar 2007.
- ↑ „Who We Are“. Microsoft Macintosh Business Unit. Sótt 12. janúar 2007.
- ↑ Jon Fortt (25. mars 2008). „Microsoft looks to cash in on the iPhone“. Fortune: Big Tech Blog. Sótt 3. apríl 2008.
- ↑ Microsoft (október 2006). „Internet Explorer for Mac no longer available for download“. Microsoft.com. Sótt 4. mars 2007.
- ↑ Peter Cohen (7. ágúst 2006). „WWDC: Microsoft kills Virtual PC for Mac“. Macworld. Sótt 4. mars 2007.