Berbaloðapi
Berbaloðapi (fræðiheiti: Macaca sylvanus), er tegund af austuröpum sem er einstök fyrir útbreiðslu sína fyrir utan Asíu.[2] Finnst hann í Atlasfjöllum í Alsír og Marokkó ásamt litlum hópum af óþekktum uppruna í Gíbraltar.[3]
Berbaloðapi | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Apamóðir með unga
| ||||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Útbreiðsla
| ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Simia sylvanus Linnaeus, 1758 |
Loðapar borða aðallega plöntur og skordýr og finnast þeir í fjölda búsvæða. Karldýr verða um 25 ára og kvendýr að 30 ára.[4][2]
Lýsing
breytaBerbaloðapi er gulbrúnn til grár með ljósari feldi á kviði. Kvendýr eru að jafnaði 55 sm langur og karlar um 63 sm. Vigtin er 9,9 ± 1,03 kg hjá kvendýrum og 14,5 ± 1,75 kg hjá körlum.[2] Andlitið er dökkbleikt og er rófan stutt (vestigial(en)), getur verið frá 4 til 22mm.[2] Karlarnir hafa oft lengri rófurnar. Framleggirnir eru lengri en afturleggirnir. Kvendýrin eru minni en karldýrin.[5]
Vistfræði
breytaBerbaloðapi finnst aðallega í Atlas og Rif-fjallgörðunum í Marokkó og Alsír. Þetta er eina tegundin af loðöpum sem hefur útbreiðslu fyrir utan Asíu.[2] Búsvæðin eru breytileg; sedrus, eikar og furuskógar, graslendi og runnar, sem og gróðursæl urð.[2]
Fæðan er blanda af plöntum og skordýrum.[2] Næstum allir hlutar plantnanna eru étnir.[2] Þeir veiða og éta skordýr, sporðdreka, köngulær, ánamaðka, snigla og jafnvel halakörtur.[2]
Það finnast sannanir fyrir verslun með berbaloðapa síðan jafnvel á járnöld. Leifar þeirra hafa fundist í Emain Macha í Írlandi, frá að minnst kosti 95 BC; járnaldarvirkið Titelberg í Lúxembourg; og tvemur rómverskum stöðum í Bretlandi.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ Butynski, T. M.; Cortes, J.; Water, S.; Fa, J.; Hobbelink, M. E.; van Lavieren, E.; Belbachir, F.; Cuzin, F.; de Smet, K.; Mouna, M.; og fleiri (2008). „Macaca sylvanus“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2008: e.T12561A3359140. doi:10.2305/IUCN.UK.2008.RLTS.T12561A3359140.en. Sótt 16. janúar 2018.[óvirkur tengill]
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 2,8 Fooden, Jack (2007). Systematic review of the Barbary macaque, Macaca sylvanus. Field Museum of Natural History.
- ↑ Emmanuel, John (september 1982). „A Survey Of Population and Habitat of the Barbary Macaqu Macaca Sylvanus L. In North Morocco“. Biological Conservation. 24 (1): 45–66. doi:10.1016/0006-3207(82)90046-5.
- ↑ Rathke, Eva-Maria; Berghänel, Andreas; Bissonnette, Annie; Ostner, Julia; Schülke, Oliver (26. janúar 2017). „Age-dependent change of coalitionary strategy in male Barbary macaques“. Primate Biology (enska). 4 (1): 1–7. doi:10.5194/pb-4-1-2017. ISSN 2363-4707.
- ↑ Fischer, Julia; Kurt Hammerschimidt (2002). „An Overview of the Barbary Macaque, Macaca sylvanus, Vocal Repertoire“. Folia Primatologica. 73 (1): 32–45. doi:10.1159/000060417.
- ↑ Lynn, Chris (2003). Navan Fort: Archaeology and Myth. Bray, Co. Wicklow, Ireland: Wordwell. bls. 49–50. ISBN 9781869857677.
Ytri tenglar
breyta- ARKive - images and movies of the Barbary macaque (Macaca sylvanus) Geymt 13 apríl 2006 í Wayback Machine
- Chisholm, Hugh, ed. (1911). "Barbary Ape". Encyclopædia Britannica (11th ed.). Cambridge University Press.