MP Fjárfestingabanki

(Endurbeint frá MP Banki)

MP Fjárfestingabanki (eða MP banki) er íslenskur banki sem varð til árið 2003 úr MP Verðbréfum hf, sem Margeir Pétursson stofnaði árið 1999 ásamt Sverri Kristinssyni og Ágústi Sindra Karlssyni. Þeir síðarnefndu áttu 10% hlut hvor, en Margeir 80% hlut. Stofnhlutafé var 100 milljónir króna. Árið 2003 fékk bankinn fjárfestingabankaleyfi og bauð þá fjárfestingabankaþjónustu. MP banki fékk fullt viðskiptabankaleyfi í október 2008 og hóf að taka við innlánum og séreignarsparnaði til viðbótar við fyrri starfsemi. Fyrsta útibú MP banka var opnað 11. maí 2009 í Borgartúni 26. Þann 11. apríl 2011 lögðu yfir 40 innlendir og erlendir fjárfestar MP banka til 5,5ma í nýtt hlutafé og ný stjórn tók við. Sigurður Atli Jónsson tók við sem forstjóri bankans.

MP banki sérhæfir sig í þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki ásamt því að veita fjárfestum og efnameiri einstaklingum þjónustu á sviði fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringar.

Tenglar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.