Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
(Endurbeint frá MFÍK)
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (eða MFÍK) eru íslensk grasrótarsamtök sem samanstanda að mestu leyti af konum, eins og nafnið bendir til. Samtökin voru stofnuð árið 1951 og meðal helstu baráttumála eru alheimsfriður og afvopnun, frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda, hlutleysi Íslands í hernaðarátökum, herlaust Ísland, almenn mannréttindi, jafnrétti, vinátta og samvinna kvenna í öllum löndum heims, réttindi og vernd bara og ýmisleg menningarmál. Formaður félagsins er Lea María Lemarquis. Samtökin eru deild í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna og eru óháð öllum stjórnmálaflokkum og hlutlaus um trúmál. Þau hafa aðsetur í Reykjavík.[1]
Tenglar
breytaHeimasíða MFÍK Geymt 21 apríl 2008 í Wayback Machine
Heimildir
breyta- ↑ „Lög MFÍK“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2007. Sótt 1. febrúar 2008.