Münchausen-heilkenni

Münchausen-heilkenni (eða sjúkdómsýkjur) er hugtak sem er haft um þá sem gera sér upp allavega kvilla með svo mögnuðum hætti að þeim fylgja líkamleg einkenni. Sjúklingar með þetta heilkenni eru oft lagðir inn á sjúkrahús jafnvel þótt engar vefrænar skýringar finnist nokkru sinni á „sjúkdómum“ þeirra. Munurinn á fólki með Münchausen-heilkenni og þeim sem þjást af ímyndunarveiki, er sá að hinir fyrrnefndu vita að þeir eru að ýkja, en hinir trúa því að þeir séu veikir. Münchausen-heilkennið er kennt við Münchausen barón.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.