Músabelgur
(Endurbeint frá Músabelgir)
Músabelgir voru verslunarvara fyrr á öldum, m.a. á Íslandi. Þeir sem seldu músabelgi veiddu mýs í fjalakött eða hálfa tunnu. Síðan var gerður skurður á nefið og mýsnar blásnar úr belgnum með fjöðurstaf. Einn skildingur fékkst fyrir hvern belg um miðja 19. öld, en um það leyti hætti verslun með belgina.