Múhameð Morsi

5. forseti Egyptalands (1951-2019)

Múhameð Morsi (8. ágúst 1951 – 17. júní 2019) var egypskur stjórnmálamaður sem var fimmti forseti Egyptalands, frá 30. júní 2012 til 3. júlí 2013. Þann dag framdi hershöfðinginn Abdel Fattah el-Sisi valdarán og settist á valdastól í stað Morsi eftir fjöldamótmæli gegn forsetanum.[1] Morsi var íslamisti og meðlimur í hinu egypska Bræðralagi múslima.

Múhameð Morsi
محمد مرسي
Forseti Egyptalands
Í embætti
30. júní 2012 – 3. júlí 2013
ForsætisráðherraKamal Ganzouri
Hesham Qandil
VaraforsetiMahmúd Mekki
ForveriMúhameð Hussein Tantawi
(starfandi)
EftirmaðurAdlí Mansúr
(starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. ágúst 1951
El Adwah, Sharqia, Egyptalandi
Látinn17. júní 2019 (67 ára) Kaíró, Egyptalandi
StjórnmálaflokkurFrelsis- og réttlætisflokkurinn
MakiNaglaa Mahmoud (g. 1979)
Börn5
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Morsi var kjörinn forseti Egyptalands árið 2012 í kjölfar byltingarinnar árið áður gegn Hosni Mubarak forseta.[2] Sem forseti setti Morsi tímabundnar stjórnartilskipanir sem gáfu honum óskoruð völd til að setja lög án aðhalds dómara og annarra lagastofnanna. Íslamistar á stjórnlagaþingi Egyptalands skrifuðu þá í flýti nýja stjórnarskrá og sendu hana forsetanum til staðfestingar og áætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hæstiréttur Egyptalands gat tekið ákvörðun um lögmæti stjórnlagaþingsins. Sjálfstæðir fjölmiðlar sem voru ekki á mála hjá stjórn Morsi lýstu þessum verknaði sem „valdaráni íslamista“.[3] Þessi ágreiningsmál[4] og kvartanir yfir ofsóknum gegn blaðamönnum og mótmælendum[5] leiddu til nýrra fjöldamótmæla árið 2012.[6][7] Til að miðla málum dró Morsi því til baka stjórnartilskipanirnar sem höfðu aukið völd hans.[8] Þegar þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin samþykktu u.þ.b. tveir þriðju kjósenda nýju stjórnarskrána.[9]

Þann 30. júní 2013 brutust mótmæli út á ný um allt Egyptaland og andófsmenn kröfðust afsagnar forsetans.[10][11][12] Egypski herinn gaf Morsi þá úrslitakosti að ef honum tækist ekki að leysa úr stjórnmálakreppunni og uppfylla kröfur þeirra innan 48 klukkustunda myndi herinn grípa inn í og „marka þeirra eigin stefnu“ fyrir landið.[13] Morsi var síðan steypt af stóli þann 3. júlí að undirráði herráðs sem Abdel Fattah el-Sisi varnarmálaráðherra fór fyrir.[14][15] Herinn nam úr gildi nýju stjórnarskrána og stofnaði nýja stjórn undir forystu Sisi hershöfðingja.[16] Bræðralag múslima mótmælti valdaráninu en mótmæli stuðningsmanna Morsi voru kveðin niður í Rabaa-fjöldamorðunum í ágúst 2013 þar sem um 817 almennir borgarar voru drepnir.[17]

Eftir að Morsi var steypt af stóli ákærðu ríkissaksóknarar hann fyrir ýmsa glæpi og sóttust eftir því að hann sætti dauðarefsingu. Hann var meðal annars sakaður um að leka ríkisleyndarmálum Egyptalands og Katar til Bræðralags múslima. Morsi var dæmdur til dauða en dómurinn var ógildur eftir áfrýjun og því stóð til að rétta yfir honum í annað sinn.[18] Þegar önnur réttarhöld yfir Morsi fóru fram þann 17. júní árið 2019 hneig Morsi niður, var fluttur á sjúkrahús og úrskurðaður látinn.[19][20]

Tilvísanir

breyta
  1. „Egypt's army chief Abdel Fattah al-Sisi receives a promotion ahead of likely presidency bid“. Australian Broadcasting corporation. 28. janúar 2014. Sótt 4. maí 2015.
  2. „Muslim Brotherhood's Mohamed Morsi declared president of Egypt“. The Guardian. 24. júní 2012. Sótt 9. janúar 2015.
  3. El Rashidi, Yasmine (7. febrúar 2013). „Egypt: The Rule of the Brotherhood“. New York Review of Books. Sótt 24. september 2013. „The Islamists' TV channels and press called the completion of the draft constitution an 'achievement', 'historic', 'an occasion', 'another step toward achieving the goals of the revolution'. The independent and opposition press described it as 'an Islamist coup'.“
  4. „Egypt's Mursi annuls controversial decree, opposition says not enough“. Al Arabiya. 9. desember 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 desember 2012. Sótt 9. desember 2012. „The two issues – the decree and the referendum – were at the heart of anti-Mursi protests that have rocked Egypt in the past two weeks.“
  5. Williams,, Daniel (15. ágúst 2013). „Muslim Brotherhood abuses continue under Egypt's military“. The Washington Post. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2013. Sótt 22. ágúst 2013.
  6. David D. Kirkpatrick (26. apríl 2012). „President Mohamed Morsi of Egypt Said to Prepare Martial Law Decree“. The New York Times. Egypt. Sótt 8. desember 2012.
  7. McCrumen, Stephanie; Hauslohner, Abigail (5. desember 2012). „Egyptians take anti-Morsi protests to presidential palace“. The Independent. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2015. Sótt 5. desember 2012.
  8. „Egypt's Morsi rescinds controversial decree“. Al Jazeera. 9. desember 2012. Sótt 30. september 2017.
  9. „Egypt's constitution passes with 63.8 percent approval rate“. Egypt Independent. 25. desember 2012. Sótt 30. september 2017.
  10. Alsharif, Asma (30. júní 2013). „Millions flood Egypt's streets to demand Mursi quit“. Reuters. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 október 2014. Sótt 28 janúar 2018.
  11. Kelley, Michael (30. júní 2013). „Sunday Saw 'The Biggest Protest In Egypt's History'. San Francisco Chronicle. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 október 2017. Sótt 28 janúar 2018.
  12. „Millions March in Egyptian Protests“. The Atlantic. 1. júlí 2013.
  13. Abdelaziz, Salma (1 July 2013). "Egyptian military issues warning over protests". CNN. Retrieved 1 July 2013.
  14. „Morsi told he is no longer the president“. The Washington Post. Afrit af upprunalegu geymt þann 8 desember 2018. Sótt 3. júlí 2013.
  15. Weaver, Matthew; McCarthy, Tom (3. júlí 2013). „Egyptian army suspends constitution and removes President Morsi – as it happened“. The Guardian. Sótt 10. júlí 2013.
  16. Hendawi, Hamza; Michael, Maggie (2. júlí 2013). „Outlines of Egypt army's post-Morsi plan emerge“. Associated Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 júlí 2013. Sótt 2. júlí 2013.
  17. Kingsley, Patrick (16. ágúst 2014). „Egypt's Rabaa massacre: one year on“. The Guardian. Sótt 30. september 2017.
  18. http://egyptianstreets.com/2016/11/15/egypt-court-overturns-morsi-death-sentence-in-prison-break-case/
  19. „Morsi hné niður í rétt­ar­sal og lést“. mbl.is. 17. júní 2019. Sótt 17. júní 2019.
  20. „Fyrrverandi forseti Egyptalands dó í réttarsal“. RÚV. 17. júní 2019. Sótt 17. júní 2019.


Fyrirrennari:
Múhameð Hussein Tantawi
(starfandi)
Forseti Egyptalands
(20122013)
Eftirmaður:
Adlí Mansúr
(starfandi)