Möðrufeti (fræðiheiti: Epirrhoe alternata[1]) er fiðrildi af fetaætt.[2][3] Hún finnst í Evrópu og allt í kring um norðurheimskautsbaug. Á Íslandi er hún á láglendi um landið allt.[4]

Möðrufeti

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Fetafiðrildaætt (Geometridae)
Ættkvísl: Epirrhoe
Tegund:
E. alternata

Tvínefni
Epirrhoe alternata
(OF Müller, 1764)
Samheiti
  • Phalaena alternata Müller, 1764
  • Cidaria islandica Prout, 1915
  • Phalaena sociata Borkhausen, 1794
Lirfa

Vænghafið er 27–30 mm. Framvængirnir geta verið frá grábrúnu yfir í svart, með hvítum röndum. Afturvængirnir eru ljósari gráir með hvítum röndum. Norðlægari stofnar eru yfirleitt ljósari.

Lirfan er yfirleitt brún eða græn en getur verið með mjög breytilegt mynstur. Hún lifir á möðrum.

Tilvísanir

breyta
  1. „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2011 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. 2011.
  2. Dyntaxa Epirrhoe alternata
  3. LepIndex: The Global Lepidoptera Names Index. Beccaloni G.W., Scoble M.J., Robinson G.S. & Pitkin B., 2005-06-15
  4. Möðrufeti Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Chinery, Michael Collins Guide to the Insects of Britain and Western Europe 1986 (Reprinted 1991)
  • Skinner, Bernard Colour Identification Guide to Moths of the British Isles 1984

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.