Mótanleiki er hæfileiki efnis (sérstaklega málma) til afmyndunar eða mótunar án þess að sprungur myndist í því. Mótun fer oftast fram við hömrun eða völsun. Mótanleiki er mikilvægur eiginleiki við plötupressun og þrykkingu plasts og málma.
Gull er mótanlegasti málmurinn, á undan áli.