Málstefna

(Endurbeint frá Málvernd)

Málstefna á við þá stefnu sem ætluð er til að verja ákveðið tungumál eða stuðla að notkun þess í staðinn fyrir annað tungumál. Ari Páll Kristinsson málfræðingur hefur skilgreint málstefnu sem: „ráðandi málfélagsleg vitund og dulin og sýnileg ferli í tilteknu málsamfélagi; varðar bæði stöðu og form máls.“ Málstefnur eru misjafnar eftir löndum og heimssvæðum. Í mörgum löndum er engin opinber málstefna: þar að auki í sumum löndum er jafnvel ekkert opinbert tungumál, heldur bara lingua franca eða samskiptamál.

Oft er málstefna framkvæmd í gegnum einhvers konar málnefnd, til dæmis Íslensk málnefnd. Slíkar nefndir sjá um að skapa málstefnu með því til dæmis að smíða nýyrði og að mæla með notkun ákveðinna mynda í stað annarra. Hlutverk málnefnda getur verið umdeilt ef talið er að þær gangi oft langt í að móta málstefnu. Sumar málnefndir hafa það að markmiði að breyta ákveðnu tungumáli eða hvernig það er notað, þar sem aðrar telja hlutverk sitt vera að skrá tungumálið þegar það breytist.

Skilgreining

breyta

Íslensk málnefnd tiltekur nánar að með sýnilegri málstefnu sé átt við „til dæmis námskrár, orðabækur, aðgerðaáætlanir og ýmiss konar fyrirmæli, svo sem opinberar stafsetningarreglur“ en með dulinni málstefnu sé átt við „áhrif á stöðu og form máls sem oft er erfitt að benda á hvaðan koma.“[1] Höskuldur Þráinsson prófessor, hefur veitt þrengri skilgreiningu á hugtakinu málstefna, sem sú stefna „sem fylgt er í skólum og opinberum stofnunum varðandi málnotkun.“[1]

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
   Þessi málvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.