Málsgrein
Málsgrein (einnig nefnt setningasamstæða) er hugtak í setningarfræði. Málsgrein getur verið ein setning eða nokkrar setningar og nær hún frá stórum upphafsstaf og að punkti,[1] dæmi: „Ég kem þegar þú hringir.“.[1]
Margar setningar geta verið í hverri málsgrein, og tengjast setningarnar saman með samtengingu eða kommu.
Dæmi
breytaAð neðan eru þrjár málsgreinar sem innihalda eina eða fleiri setningar. Sagnirnar í hverri setningu eru breiðletraðar:
- Ein málsgrein og ein setning
- Kennarinn les upp úr bókinni.
- Ein málsgrein og tvær setningar
- Kennarinn les upp úr bókinni (setning 1) og nemendur hlusta (setning 2).
- Ein málsgrein og nokkrar setningar
- Ég hljóp inn (setning 1) þegar síminn hringdi (setning 2) af því að ég vildi vita (setning 3) hvort þetta væri áríðandi samtal (setning 4) en sem betur fer (setning 5) var það ekki mikilvægt (setning 6) svo að ég flýtti mér út aftur (setning 7) og rétt náði tímanlega í skólann (setning 8).
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Málsgrein.