Samtenging

Samtenging (skammstafað sem st.) er óbeygjanlegt smáorð[1] sem tengir saman einstök orð, orðasambönd (t.d. hnífur og skeið, þetta er hnífur en hitt er skeið) eða setningar.[1] Samtengingar eru ýmist eitt orð (einyrtar samtengingar) eða fleiri (fleiryrtar eða fleygaðar samtengingar). t.d. og - eða, svo - að, af því að, hvorki - né o.s.frv. Dæmi um einyrtar samtengingar eru t.d.:

  • Hann er hávaxinn og klár.
  • Við getum fengið pizzu eða pasta.

Og dæmi um fleiryrtar samtengingar eru:

  • Þetta er hvorki skemmtilegt fróðlegt.
  • Ef þér fannst þetta skemmtilegt þá getum við farið aftur.
  • Við getum annaðhvort farið í sund eða í keilu.

FlokkanirBreyta

Samtengingar skiptast í tvo aðalflokka eftir setningarhlutverkum, aðaltengingar og aukatengingar.

AðaltengingarBreyta

Aðaltengingar tengja saman einstök orð eða setningarliði, tvær hliðstæðar aðalsetningar eða tvær eða fleiri aukasetningar.

AukatengingarBreyta

Aukatengingar standa fremst í aukasetningu, t.d. hún sagði hún hefði misst af bílnum:

Mörg orð geta eftir stöðu sinni og merkingu tilheyrt samtengingum eða öðrum orðflokkum. Til dæmis eru orðin þegar, og, síðan ýmist samtengingar eða atviksorð; þegar er atviksorð þegar það merkir undireins, strax en annars samtenging; og er atviksorð þegar það merkir líka, einnig en annars samtenging; síðan er samtenging þegar hægt er að setja eftir að í þess stað (t.d. margt hefur gerst síðan við hittumst) enn annars er það atvikorð og má þá setja eftir það í stað þess (t.d. ég hef ekki séð hann síðan).

Tengt efniBreyta

HeimildirBreyta

  • Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
  • Björn Guðfinnsson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.

TilvísanirBreyta

  1. 1,0 1,1 Hugtakaskýringar - Málfræði