Málsóknarfélag er félag sem stofnað er utan um dómsmál sem félagsmenn þess vilja reka um hagsmuni sína í einu lagi. Í íslenskum lögum er gerð krafa um að lágmarki þrír aðilar standi að stofnun slíks félags og að sakarefni þess dómsmáls liggi fyrir við stofnunina, en hins vegar geta félagar þess gengið inn í það og út úr því fram að aðalmeðferð dómsmálsins.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.