Málari
Málari er iðnaðarmaður sem fæst við málun bygginga að utan og innan, bifreiða, skipa, húsgagna og annarra hluta sem sett er á málning til þess bæði að verja þá og fegra. Venjulega krefjast viðfangsefni málara töluverðrar sérhæfingar og sérmenntunar þar sem ólík vinnutæki og málningarefni eru notuð. Málarar sem vinna við byggingar eru því kallaðir húsamálarar, þeir sem vinna við bílasprautun bílamálarar, þeir sem vinna í slippum skipamálarar, þeir sem mála skilti skiltamálarar og þar fram eftir götunum. Óðrun húsgagna er dæmi um sérgrein málaraiðnar sem var algeng á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar en hefur nú að mestu leyti horfið.
Málaraiðn á Íslandi
breytaFyrsti lærði málari á Íslandi sem sögur fara af er Marteinn Einarsson biskup. Hann lærði skrautmálun í Englandi og fékk Ögmundur Pálsson biskup hann til að mála stofu eða sal að Hólum. Marteinn málaði eingöngu kirkjur. Mörgum öldum seinna komu Þorsteinn Guðmundsson sem mun hafa verið fæddur um aldamótin 1800 og Sigurður málari. Þorsteinn skrifaði grein um málun húsa árið 1851 þar sem hann lýsir hvernig mála megi yfir húsveggi sem tjargaðir voru með tjöru.[1]Fyrsta íslenska konan sem varð málari er Ásta Árnadóttir sem ávallt var kölluð Ásta málari.[2]Ásta lauk prófi í málaraiðn árið 1907.