Lusitania (skip)
RMS Lusitania var breskt farþegaskip (skemmtiferðaskip þess tíma) sem var sjósett 7. júní 1906. Lusitaniu var sökkt í fyrri heimsstyrjöldinni við Írlandsstrendur þann 7. maí 1915 af þýskum kafbáti, U-20. 1198 manns létu lífið og varð þessi atburður til þess að mörg ríki snerust gegn Þjóðverjum.