Lucasfilm

(Endurbeint frá Lucasfilms)

Lucasfilm er bandarískt kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki stofnað af George Lucas árið 1971. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Letterman Digital Arts Center í San Francisco, Kaliforníu. Þekktustu kvikmyndasyrpur sem fyrirtækið hefur framleitt eru Star Wars og Indiana Jones. Árið 2012 keypti Walt Disney Company Lucasfilm fyrir 4,06 milljarða dala.

Höfuðstöðvar Lucasfilm.

Pixar var áður tölvudeild fyrirtækisins en var seld Steve Jobs árið 1986. THX, sem framleiðir hljóðkerfi fyrir kvikmyndahús, var stofnað innan Lucasfilm vegna sýninga á þriðju Star Wars-myndinni 1983. Það var selt árið 2001.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.