Lomber
Lomber er þriggja manna spil. Það var iðkað fyrir mörg hundruð árum og gekk þá undir nafninu „Juego del tresillo“. Lomber barst um miðja 17. öld til Frakklands með spænsku prinsessunni Maríu Theresu og varð brátt þekkt og vinsælt. Lomber var vinsælt fjárhættuspil í Reykjavík um og eftir seinna stríð og var spilið nær eingöngu spilað af karlmönnum.
Lomber líkist bridge að því leyti að það er sagnaspil. Margt er ólíkt svo sem að spaða- og laufaás er alltaf tromp ef spilað er í litum og áttur, níur og tíur eru teknar út áður en spilað er.