Lofttæmisdæla er verkfæri sem fjarlægir loftsameindir frá innsigluðu rými til að skilja eftir lofttæmi að hluta. Fyrsta lofttæmisdælan var fundin upp árið 1650 af Otto von Guericke en áður en hún var fundin upp höfðu allt frá fornöld verið notaðar sogdælur.

Dæmi um lofttæmisdælu
Handknúin vatnsdæla dælir upp vatni með að búa til lofttæmi sem vatnið flæðir í.
Þversnið af lofttæmidælu

Saga lofttæmisdælu

breyta

Sogdælur voru notaðar í Rómaveldi og fundist hafa sogdælur við uppgröft í Pompeii. Sogdælan koma svo aftur fram í Evrópu á 16. öld og á 18. öld höfðu þær verið endurbættar svo þær gátu mælt lofttæmi og það var vitað að þær gátu ekki dælt vatni yfir ákveðna hæð eða 9 til 10 m. Þetta skipti máli varðandi áveitur, námugröft og gosbrunna og hertoginn fól Galíleó að rannsaka þetta vandamál. Galíleó kynnti vandamálið fyrir öðrum vísindamönnum og þar á meðan Gaspar Berti sem fjölfaldaði það með því að byggja fyrstu vatnsloftvogina í Róm árið 1639. Það var lofttæmi yfir vatnssúlunni í loftvog Bertis en hann gat ekki útskýrt það. Það breyttist þegar Evangelista Torricelli byggði sína loftvog árið 1643. Torricelli fór eftir forskrift Galíleós og rökstuddi að það sem væri fyrir ofan vatnssúluna væri lofttæmi. Hæð súlunnar væri takmörkuð við þá hámarksþyngd sem loftþrýstingur gæti borið og það væri takmarkandi hæð sogdælunnar. Sumir halda því fram að þó tilraunir Torricellis hafi skipt sköpun þá hafi tilraunir Blaise Pascal verið þær sem raunverulega sýndu að það væri lofttæmi fyrir ofan súluna.

Árið 1654 fann Otto von Guerickeupp fyrstu lofttæmisdæluna og framkvæmdi hina frægu tilraun með Magdeburg hálfkúlurnar þar sem hann sýndi fram á að fjöldi dráttarhesta gæti ekki skilið að tvo helminga þar sem ekkert loft væri á milli. Robert Boyle endurbætti hönnun Guericke og gerði tilraunir með eiginleika lofttæmis. Robert Hooke hjálpaði Boyle að búa til loftdælu sem bjó til lofttæmi. Árið 1855 bjó Heinrich Geissler til kvikasilfursdælu og tókst að búa til lofttæmi upp á 0.1 Torr. Á 20. öld hannaði Nikola Tesla tæki sem inniheldur Sprengel dælu.

Sjá einnig

breyta