Lofthæna er kvenmannsnafn sem hefur verið notað einu sinni á Íslandi svo vitað sé. Lofthæna Guðmundsdóttir (1842 - 1912) átti heima í Skaftafellssýslu.

Nafnið kemur tvisvar fyrir í Landnámabók. Lofthæna Erpsdóttir var kona Braga skálds. Dóttir þeirra var Ástríður slækidrengur, kona Arinbjarnar hersis úr Fjörðum, og hét dóttir þeirra einnig Lofthæna. Sonur hennar var Hrosskell Þorsteinsson landnámsmaður í Hvítársíðu.

Í Grímsögu loðinkinna er Lofthæna Haraldsdóttir, sem kvæntist Grími Loðinkinna. Þau áttu saman dótturina Brynhildi.[1]

Uppruni nafnsins er óviss en talið er líklegt að það sé afbökun úr einhverju erlendu nafni.

Heimildir

breyta
  1. Gríms saga loðinkinna Snerpa