Ljótipollur
Ljótipollur er sprengigígur á Landmannaafrétti. Sunnan hans er Frostastaðavatn. Ljótipollur er syðsti gígurinn í Veiðivatna-goskerfinu. Ljótipollur er fagurrauður með háa gígbarma og vatni í botninum. Vatnið er mjög djúpt. Í vatninu er nokkur veiði þó svo það sé að- og frárennslislaust og veiðist einungis urriði sem getur oft orðið nokkur pund. Vatnið er í 568 m hæð yfir sjáfarmáli en gígurinn nær upp í 722 metra.
Ljótipollur | |
---|---|
Hæð | 722 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Rangárþing ytra |
Hnit | 64°02′07″N 18°59′54″V / 64.03532°N 18.998222°V |
breyta upplýsingum |
Heimild
breyta- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.