Hending
Hending er sjálfstæð lína í kvæði eða vísu, þ.e. braglína eða vísuorð.
- Það að yrkja er þjóðlegt gaman,
- þetta er önnur hendingin,
- vísu þessa setti ég saman,
- svona verður endingin.
Hending getur haft fleiri merkingar, sbr.:
- atkvæði sem rímar við annað: aðalhending, skothending
- einstakur rímliður
- vísuhelmingur