Litur

(Endurbeint frá Litir)

Litur (farfi eða farvi) er huglæg upplifun, sem verður til af því að mannsaugað greinir endurkast ljóss með bylgjulengdir, sem spanna hið sýnilega litróf [1][2]. Í eðlisfræðilegum skilningi eru hvítur og svartur ekki litir, því að hvítt felur í sér endurkast allra bylgjulenda í jöfnum mæli, en svartur þýðir fjarvera sýnilegs ljóss. Í daglegu tali er þó talað um hvítan og svartan lit.

Litir eru mikilvægur þáttur í skynjun flestra einstaklinga

Litur getur einnig átt við eiginleika tiltekinna hluta eða efna, sem ræðst af því hvaða bylgjulengdir yfirborð hlutarins drekkur í sig og hvaða bylgjulengdum hann endurvarpar. Til dæmis er hlutur grænn ef hann drekkur í sig flestar bylgjulengdir sýnilegs ljóss en endurvarpar ljósi af þeirri samsetningu sem mannsaugað greinir sem grænt.

Litblinda er augngalli, sem lýsir sér í því að litblindir eiga örðugt með að greina að suma liti, til dæmis rauðan og brúnan.

Tilvísanir

breyta
  1. Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru litir?“. Vísindavefurinn 8.8.2000. http://visindavefur.is/?id=733. (Skoðað 18.3.2010).
  2. Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?“. Vísindavefurinn 26.3.2000. http://visindavefur.is/?id=295. (Skoðað 18.3.2010).

Heimildir og ítarefni

breyta
  • Byrne, A. og David Hilbert (ritstj.). Readings on Color: The Philosophy of Color (Cambridge, MA: MIT Press, 1997).
  • Elmar Geir Unnsteinsson. „Er hægt að lýsa lit?“. Vísindavefurinn 24.1.2006. http://visindavefur.is/?id=5586. (Skoðað 18.3.2010).
  • Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?“. Vísindavefurinn 26.3.2000. http://visindavefur.is/?id=295. (Skoðað 18.3.2010).
  • Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er mjólk svört í myrkri?“. Vísindavefurinn 8.12.2000. http://visindavefur.is/?id=1228. (Skoðað 18.3.2010).
  • Hardin, C.L. Color for Philosophers: Unweaving the Rainbow (Indianapolis: Hackett Publishing Company, 1988).
  • Maund, B. Colours. Their Nature and Representation (Cambridge: Cambridge University Press, 1995).
  • Stroud, B. The Quest for Reality: Subjectivism & the Metaphysics of Colour (Oxford: Oxford University Press, 2000).
  • Wright, W.D. The Rays Are Not Coloured: Essays on the Science of Vision and Colour (Bristol: Hilger, 1967).
  • Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru litir?“. Vísindavefurinn 8.8.2000. http://visindavefur.is/?id=733. (Skoðað 18.3.2010).

Tenglar

breyta
  • „Hvað eru litir?“. Vísindavefurinn.
  • „Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?“. Vísindavefurinn.
  • „Er hægt að lýsa lit?“. Vísindavefurinn.
  • „Er mjólk svört í myrkri?“. Vísindavefurinn.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.