Lethal Weapon myndirnar eru amerískar hasarmyndir framleiddar af Warner Bros samsteypunni.

Fyrsta myndin kom út 1987. Í henni eltast Riggs & Murtaugh við stórtæka fíkniefnasmyglara- og sala með bakgrunn úr hernum. Lethal Weapon 2 kom út '89, Lethal Weapon 3 '92 & sú fjórða 1998.

Í Lethal Weapon 2 eiga Riggs & Murtaugh í höggi við afríkanska glæpamenn en í þriðju myndinni ræningja undir stjórn Jack Travis, sem leikinn er af enska leikaranum Stuart Wilson sem einnmitt lék ennfremur vonda kallinn í Nonna & Manna.

Í 4ðu myndinni eiga Riggs & Murtaugh í höggi við kínverska mafíu & Crish Rock leikur þar lítið hlutverk.

Fimmta myndin er í framleiðslu og er búist við henni 2024 eða 25. Fátt er vitað um fimmtu myndina en þó það að Gibson leikstýrir og persóna Gibsons er látin líta út fyrir að hafa framið glæp og verður eftirlýst af FBI.

Richard Donner sem leikstýrði fyrstu fjórum myndunum hafði oft tjáð sig um í viðtölum að sig langaði að gera fimmtu mynd, en hann lést í júlí 2021. Í júní 2024 gaf Gibson út að handritið væri tilbúið og að hann myndi leikstýra myndinni.