Leskes var forngrískt skáld. Hann var sagður hafa ort Litlu Ilíonskviðu. Talið er að Leskes hafi verið frá eynni Lesbos og hafi verið uppi um miðja 7. öld f.Kr. Þótt kvæðið sé glatað eru um þrjátíu línur varðveittar úr því, en auk þess er varðveittur útdráttur úr efni kviðunnar frá síðfornöld. Litla Ilíonskviða hefst þar sem Eþíópíukviða skilur við og er eins konar framhald hennar, en framhald Litlu Ilíonskviðu er að finna í kvæðinu Iliou persis („Fall Tróju“).

Tengill breyta

  • „Hvar er talað um trójuhestinn og fall Tróju ef ekkert er fjallað um þetta í Ilíonskviðu?“. Vísindavefurinn.
   Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.