Lekandi (gonorrhea) er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríusýkingu af völdum Neisseria gonorrhoeae.

Sé móðir með lekanda getur barn sýkst af bakteríunni við fæðingu. Hér sést barn með augnsýkingu vegna lekanda-bakteríunnar.[1]

Hún smitast í slímhúðir og getur þá sýkt kynfæri, þvagrás, endaþarm, augu, og háls. Einkenni sýkingar eru sársauki við þvaglát, útferð (hvítleitur gröftur) úr typpi eða píku, og blæðing úr píku. Margir sýna þó engin einkenni. Sýkingin getur valdið bólgu í grindarholi og þess vegna valdið ófrjósemi hjá konum.

Flestar sýkingar má læknar með sýklalyfjum, en komnir eru á kreik ónæmir stofnar lekanda. Með smokkanotkun má koma í veg fyrir smit.

Hvert ár greinast um 100 með lekanda á Íslandi og hefur tíðni aukist síðustu ár.[2]

Tilvitnanir

breyta
  1. „Prophylaxis for Gonococcal and Chlamydial Ophthalmia Neonatorum in the Canadian Guide to Clinical Preventative Health Care“ (PDF). Public Health Agency of Canada. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 10. mars 2010.
  2. Tilkynningarskyldir sjúkdómar 2010-2017. Geymt 29 október 2018 í Wayback Machine Embætti landlæknis.