Leiðarlag er víðáttumikið og auðþekkjanlegt jarðlag sem nota má til viðmiðunar um aldur jarðlaga, t.d. við gerð jarðfræðikorta, eða til að tengja saman jarðlög í borholum, eða í jarðvegssniðum til að meta aldur, hraða jarðvegsþykknunar og margt flreira. Dæmi um leiðarlag eru flikrubergslög í blágrýtisstafla og gjóskulög í jarðvegi.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.