Litli prinsinn
Litli prinsinn (franska: Le Petit Prince) er bók eftir franska flugmanninn Antoine de Saint-Exupéry sem kom út árið 1943. Bókin hefur verið þýdd á fleiri en 500 tungumál, og er mest þýdda bókin á eftir bíblíunni, og hefur selst í yfir 80 milljónum eintaka. Hún kom út á íslensku árið 1961 í þýðingu Þórarins Björnssonar.
Höfundur | Antoine de Saint-Exupéry |
---|---|
Upprunalegur titill | Le Petit Prince |
Þýðandi | Þórarinn Björnsson (1961) |
Land | Frakkland |
Tungumál | Franska |
Útgefandi | Éditions Gallimard |
Útgáfudagur | 1943 1945 (í Frakklandi) | (í Bandaríkjunum)
ISBN | ISBN 9789979331100 |
Sagan segir frá Iitlum prinsi sem sögumaður hittir. Litli prinsinn á sér þá mikilvægu lífsreglu, að svara ekki spurningum eða gefa skýringar, hann spyr í sífellu og hann þráast við að spyrja þar til hann fær svar sem hann er ánægður með. Hann ferðast um himingeiminn, og alls staðar hittir hann fyrir einhvern eða eitthvað sem vert er að kynnast nánar. Hann hittir konung, monthana, drykkjumann, kaupsýslumann, landkönnuð og ljósamann, og loks kemur hann til jarðarinnar. Hann dáir sólsetur, blóm og fiðrildi, hann kynnist eyðimörkinni, bergmálinu og fjallatindunum, en allan tímann er hann að leita að blóminu sem hann yfirgaf til að fara að kanna heiminn.
Tengt efni
breytaTenglar
breytaerlendir