Hugsuðurinn
höggmynd eftir Auguste Rodin
(Endurbeint frá Le Penseur)
Hugsuðurinn er höggmynd úr bronsi og marmara eftir franska myndlistarmanninn Auguste Rodin. Fyrsta útgáfan er frá árinu 1902 og er nú í Rodin-safninu í París en Rodin gerði sjálfur tuttugu aðrar útgáfur styttunnar og auk þess eru til fjölmargar aðrar eftirgerðir. Hugsuðurinn sýnir mann sitja í þungum þönkum og hefur orðið nokkurs konar táknmynd heimspekinnar.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hugsuðinum.
- Tengill á The Thinker Geymt 6 apríl 2019 í Wayback Machine á opinberri vefsíðu Musée Rodin.