Laxasetur Íslands var safn á Blönduósi. Það opnaði í júní árið 2012 en sýningunni var skipt í þrjú meginþemu: líffræði, þjóðfræði og veiðar. Árið 2015 lokaði sýningin þar sem fjármögnun hefði ekki gengið sem skyldi.[1]

Atlantshafs lax

Hugmynd að stofnun setursins kom fyrst upp árið 2008 þegar Alva Kristín Kristínardóttir vann að viðskiptaáætlun og fékk til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og Vaxtasamningi Norðurlands Vestra. Verkefnið fór þó ekki í vinnslu fyrr en árið 2011 þegar hvatamennirnir Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson tóku upp þráðinn. Þeir fóru og fengu til liðs við sig menningarmiðlarana Kristínu Arnþórsdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur sem unnu tillögur að sýningum fyrir setrið. Einnig leituðu þeir eftir stuðningi frá veiðifélögum, laxveiðiáa og stofnunum tengdum starfseminni og í framhaldi af því sóttu þeir um styrki.

Þann 23. júní 2011 var stofnfundur Laxasetursins haldin þar sem 21 aðili, einstaklingar og fyrirtæki, skráðu sig fyrir hlutum í félaginu. Einnig var kosin stjórn fyrir félagið.

Tilvísanir

breyta
  1. „Laxasetri Íslands lokað - RÚV.is“. RÚV. 16. nóvember 2015. Sótt 19. apríl 2024.

Heimildir

breyta

Heimasíða Laxaseturs Íslands[óvirkur tengill]

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.