Lausamjöll
Lausamjöll er nýfallinn snjór sem er laus í sér.[1] Lausamjöll er stundum einnig nefnd (snjó)mulla, esja eða ysja. Þetta eru þó frekar sjaldgæf orð. Orðskrípið púðursnjór, sem heyrist stundum haft um lausamjöll, er hrá þýðing úr ensku (powder snow). [2]
Lausamjöll er ákveðin tegund af snjóbreiðu sem fellur aðeins í miklu frosti við afar lágt rakastig, og er þar af leiðandi léttur í sér og þurr (4-7% rakastig). Skíðafæri í djúpum ósnortnum lausasnjó er mjög eftirsótt af skíða- og snjóbrettafólki, en slíkar aðstæður er algengastar í Klettafjöllum Norður-Ameríku og einnig víða í Japan.