Lausafjárskylda
Lausafjárskylda er eitt af þrem stjórntækjum Seðlabanka, ásamt bindiskyldu og stýrivöxtum, til að stjórna hagkerfi landsins. Ef sett er lausafjárskylda á lánastofnanir skyldar það stofnanirnar til að eiga fyrir ákveðnum hluta af innlánum sínum í lausafé.