Laugavegur 21
Gata í Reykjavík
Laugavegur 21 er friðað hús við Laugarveg í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1884, Magnús Pálsson múrari lét byggja húsið en yfirsmiður við bygginguna var Ole Johan Haldorsen (Óli norski) og bjó Óli og fjölskylda hans í húsinu fram yfir 1970. Húsið var einlyft og byggt af bindingi sem var múrað í með múrsteini. Óli stækkaði og hækkaði húsið. Hann stundaði vagnasmíði. Hann lét gera brunn í kjallara hússins sem var notaður til að leskja í honum kalk. Þorlákur R. Haldorsson sonarsonur Óla opnaði listagallerí í húsinu árið 1964. Kaffi Hljómalind var í húsinu um tíma. Margs konar starfsemi hefur verið í húsinu.
Heimildir
breyta- Laugavegur 21 (Minjastofnun) Geymt 26 apríl 2021 í Wayback Machine
- Veröld sem var, Vikan - 2. Tölublað (13.01.1977)
- Johanne Karoline Haldorsen minningarorð, Morgunblaðið - 145. tölublað (30.06.1960)
- Þorlákur R. Haldorsen listmálari minningarorð, Morgunblaðið - 134. tölublað (16.06.1989)
- Freyja Jónsdóttir, Laugavegur 21, Dagur - Tíminn Reykjavík - 64. tölublað - Íslendingaþættir
- Freyja Jónsdóttir, Laugavegur 21 Morgunblaðið (23.04.2002)
- Mynd af Laugaveg 21 (Kaffi Hljómalind) á Europeana.eu