Lars Christiansen

danskur handknattleiksmaður

Lars Roslyng Christiansen (fæddur 18. apríl 1972 í Sønderborg) er danskur handknattleiksmaður. Hann leikur með danska karlalandsliðinu í handknattleik og varð Evrópumeistari með landsliðinu árið 2008. Hann var markahæstur á mótinu ásamt Nikola Karabatic og Ivano Balić. Hann lék einnig með danska landsliðinu þegar það vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2007, silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2011 og bronsverðlauna á Evrópumeistaramótunum 2006, 2004 og 2002.

Lars Christiansen

Christiansen hefur leikið á fjórða hundrað landsleiki fyrir danska karlalandsliðið í handknatleik og hefur skorað rúmlega fjórtánhundruð mörk. Hann er sem stendur bæði leikreyndastur og markahæstur núverandi leikmamanna danska landsliðsins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.