Lapsang souchong (kínverska: 拉普山小種; pinyin: lāpǔshān xiǎozhǒng; bókstaflega „undirtegund frá Lapu-fjalli“) er tegund af svörtu tei sem á rætur sínar að rekja til svæðisins Wuyi í héraðinu Fujian í Kína. Lapsang souchong er ólíkt öðrum tetegundum því það er þurkað/reykt yfir brennandi furuviði. Þannig öðlast teið reykbragð. Í Kína er lapsang souchong talið „te fyrir Vesturlandabúa“.

Lapsang souchong

Orðið „souchong“ á við fjórðu og fimmtu laufblöðin á plöntunni, sem eru lengri frá því æskilegri brumi teplöntunnar. Þessi laufblöð eru grófari en þau sem eru nálægari bruminu og innihalda minna magn af ilmefnasamböndum. Reyking á þessum blöðum gerir þau söluhæfari.

Samkvæmt sumum heimildum var lapsang souchong fyrsta svarta teið sem kynnt var til sögunnar.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.