Langsverð
Langsverð er heiti yfir löng evrópsk sverð frá um 13. öld til um 1550 og voru enn jafnvel í notkun á 17. öld.
Saga langsverða
breytaUpphaflega er talið að þessi tegund sverða hafi verið þróuð fyrir riddara til að berjast á hestbaki, en aukin lengd blaðsins auðveldaði mönnum að höggva eða stinga fjandmann sinn af háum hestum. Voru langsverð iðulega notuð í annarri hendi á hestbaki, en lengd meðalkaflans var nægileg til að nota báðar hendur, sem varð reglan þegar barist var á fæti.
Einnig var barist með aðra eður báðar hendur á blaði sverðsins, en það var gert þegar menn áttust við vel brynvarða andstæðinga. Sú aðferð var kölluð að „hálfsverða“, en sverðseggin gat ekki skorið brynjur í sundur og varð því að beita oddi sverðsins eins og spjóti eður hjöltum þess sem hamri til þess að stinga sér leið í gegnum hana eða rota fjandmanninn.
Þegar komið var fram á 16. öld voru langsverð orðin algeng vopn meðal málaliða í Evrópu, enda var skjöldurinn fallinn úr notkun að miklu leyti.