Herneskja
Herneskja er brynja vel búins riddara eða stríðsmanns á síðmiðöldum og á tímum endurreisnarinnar. Slíkar brynjur komu fyrst fram á 13. öld, en urðu að láta í minni pokann fyrir langspjótum og byssum á 16. öld og enduðu á henni 17. sem viðhafnarklæði aðalsmanna.
Minni herneskjur, eða brynjur, sem ekki klæddu allan líkamann héldu þó enn gildi sínu og sérstaklega þær sem þoldu byssukúlur. Enn þann dag í dag klæðast stríðsmenn brynjum, sem betur eru þekktar sem skotheld vesti.